mánudagur, maí 31, 2004

reynt að ná sér

Vansvefta vegna varnarleysis íslenska liðsins hélt ég kófsveittur í skólann í dag. Ég tók ekki áhættuna á að sofa við opinn ískáp í nótt. Mér þótti nóg að reyna það meðan beðið var eftir að sólin settist í gær. Það var góð stemmning á meðal Íslendinga í Japan í gær, sérstaklega þegar okkur lánaðist að skora fyrsta markið. Kannski var þetta eins og með Hallgrím Pétursson forðum, mesta ánægjan var e.t.v. fengin í því að býsnast hressilega á íslensku á hinu og þessu. Jafnvel þó að við séum einhverjum klukkutímum á undan flestum í Evrópu dugði ekki að senda hugskeyti til leikmanna íslenska liðsins. Ég kveikti þó á loftræstingunni í dag þegar hitinn fór upp fyrir 30°C í herberginu.

sunnudagur, maí 30, 2004

sei sei

Ég veit ekki hvort það blundar í mér enn eitthvert næturóargadýr sem eitt sinn var og hét áður en sest var í nefndina góðu. En hvað sem því líður ætlaði ég ekki að þora út í dagsljósið þegar ég sá á heimasíðunni hans Arnars hvert hitastigið var. Óð samt út eins og villtur maður til að venjast deginum fyrir átökin í kvöld. Ætli ég reyni ekki að átta mig á loftræstingunni áður en allt of langt um líður. Þá get ég athugað hvort það sé hægt að loka glugganum.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Ekki verra

Fyrir utan þetta hefðbundna, þá naut ég þefskynsins frá því í gær, þar sem mér var boðið að slást í hópinn og líta á matvælasýningu sem einblíndi á aukaefni og heilnæmi matvæla. Það var ákaflega sérstök tilfinning að ráfa um sýningarsvæði matvæla sýningar án þess að sjá svo mikið sem einn harðfiskssporð. Það var hins vegar allt að kafna í Soja-sukki. Hákarlalýsið bjargaði þó deginum.

sunnudagur, maí 16, 2004

Go

Þá kom að því að ég hitti Go sem hefur verið allnokkuð upptekinn að undanförnu. En þegar kalinn fékk loksins frí þá notaði hann tækifærið bara þrumu vel að ég held. Nú fyrir utan það að hafa mælt sér mót við mig til að sýna mér um hverfi einnar stærstu járnbrautastöðvar Tokyo. Reyndar gengum við bara í hring austan við stöðina. Þá notaði kappinn tækifærið og giftist unnustu sinni til tveggja ára fyrr um daginn. Svo til að geta slakað á á góðum veitingastað þá sendi hann konuna í bað og svo þegar við fengum skilaboð um að því væri lokið þá héldum við hvor í sína áttina heim á leið.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Útlendingur

Loksins, loksins er ég Arnljótur Bjarki Bergsson, orðinn útlendingur. Ég hef mynd af mér á slíku skírteini þannig að það er formlegra en flokkskýrteinið sem ég hef í fórum mínum. Myndin var tekin í útlandi, nánar tiltekið á Íslandi.

þriðjudagur, maí 11, 2004

"Himnaríki"

Fór af stað kl. 4:00 í morgun og hélt í átt að, því sem kemst næst himnaríki á jörðu, Fiskmarkaði Tokyo borgar. Það var sjón að sjá. þess verður ekki langt að bíða að ég fari aftur. Að uppboðinu á túnfisknum loknu fór ég í skólann svo verður maður kominn undir sæng um níu í kvöld. Ég var ekkert að flýta mér í háttinn í gær. Svo er það Morgunblaðið í dag. Svo skrifaði ég loksins loksins einhverjum á Fróni bréf ákaflega persónulegt sbr. þetta.

mánudagur, maí 10, 2004

TUMSAT

Leit í heimsókn til Prófessors Tanaka og félaga minna þar á bæ. Fékk nokkuð góða útlistun á framvindunni í haust. Tanaka sensei vildi ólmur fræðast um ferðalag mitt og furðaði sig á því að ég hafði lagt upp einsamall.

sunnudagur, maí 09, 2004

regn

Fór í dag í Yoyogi garðinn og kynnti mér tælenska matargerð. Eftir smakkið varð ég svangur en lét þó ekki eftir mér að snæða hval. Það rigndi dálítið og ég er að huga að því að komast í tískuna. hvaða varðar regnhlífaeign.

laugardagur, maí 08, 2004

Leti

Lágmarks athafnir. Orkusparnaður mikill. Ég reikna með að horfa til veðurs innan skamms. Svona þegar sól á að lækka á lofti. Páll G Hannesson fer ekki með neinar fleipur í Morgunblaðinu í dag.

föstudagur, maí 07, 2004

gönguferð

Eftir hádegi fór japönsku kennarinn með okkur nemendur sína í gönguferð um einhvern garð. Það var eins og að koma í vin í eyðimörkinni. Mikill garður og ferskt vatn. Svo á heimleiðinni fékk Fernand frá Filippseyjum mig til að kaupa eitthvað til að matreiða. Í fyrstaskipti sem ég steig inn í eldhúsið hér á hæðinni. Gott að vita að örbylgjuofninn virkar.

fimmtudagur, maí 06, 2004

hversdagur

Skólinn byrjaði að nýju og mætti ég Arnari sem er byrjaður á ný í Japönskunámi. Þvoði af mér eftir ferðalagið og stundaði þessi hversdagslegu störf hér í Tokyo. Föstu liðirnir eins og venjulega vaknað farið í skólan snætt og horfið heim á leið.

ferðamennska

Skoðaði kastalann á hundsfjalli en sá kastali hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá því árið 1617. Svo töltum við um Meji-mura samsafn bygginga frá Meji tímabilinu. Byggingarnar koma ekki einungis frá Japan heldur og frá Brasilíu og Bandaríkjunum. Ætlunin með safninu er að sýna hvernig Japanir bjuggu og lifðu, störfuðu og lærðu meðan langafi núverandi keisara var við völd. Ég var kominn til Tokyo upp úr miðnætti

þriðjudagur, maí 04, 2004

Aichi

Shinkansen - Ég rétt náði að telja níu jarðgöng á fyrstu 15 mínútunum, þ.e. áður en lestin nam staðar í fyrsta skipti. Ég þurfti að hafa mig allan við að telja og ruglaðist mjög fljótlega þegar ég þurfti að svara gæslu manninum og sýna honum miðann minn fórum við sennilega í gegnum tvenn jarðgöng. Kyooko tók á móti mér og dreif mig með sér í stórmarkaðinn til að kaupa inn það sem mig langaði í fyrir veislu kvöldsins hjá nágrönnunum. Þar sem aðalrétturinn var innbökuð kjúklingahræra að kínverskri fyrirmynd kaus ég hráan fisk. Tefldi við dreng með blátt nafn, son gestgjafanna. Mjög sérstök lífsreynsla að reyna að útskýra mannganginn á ensku fyrir feðgum sem hvorugur tefldi og töluðu ekkert of mikla ensku.

Hakata - Dontagu - Zonntag

Ég held að skórnir mínir hafi þar með sungið sitt síðasta þegar ég þrammaði um götur Fukuoka í rigningunni. Eftir langan og strangan dag var efnt til veislu á tíundu hæð í fjölbýlishúsi.

mánudagur, maí 03, 2004

Misubina

Kom við í Búddahofi héraðsins og heilsaði upp á Munkinn, konu hans og dóttur. Því næst var farið á Æfingu. Að æfingunni lokinni var slegið upp veislu og var boðið upp á Tópas "í brjálæðsis hrifningu" sem eftirrétt.

laugardagur, maí 01, 2004

Grendarkynning á Kyushu

Verkalýðsdaginn hélt ég hátíðlegan með því að ganga um hafnarsvæðið og virða fyrir mér alla feðgana sem dorguð saman. Fór þvínæst með Miho á markaðinn og keypti nærri tvö og hálft kíló af mandarínum á 100 Yen. Svo eru til menn sem telja manni trú um að verðlagið sé hátt í Japan.