sunnudagur, júní 12, 2005

nokkru seinna

Þó ég trúi því sannarlega að það sé ekki of seint að taka það fram að maður vera ð því er virðist, enn sem komið er, heill heilsu, ætla ég samt að taka það fram. Átti í miklu basli með samskiptatækið og var óvíst hvernig það færi með færni mína til samskipta á íslensku í framtíðinni, en það virðist hafa ræst úr þessu. Í ensku lærði ég það að maður ætti helst að hegða sér eins og Rómverji í Róm, ég veit ekki hvort að Ítalir – landsbyggðamenn hegði sér öðruvísi en Rómverjar í Róm. Svo var það á aðalfundi stórsfyrirtækis í fyrra, fyrirtækis sem er enn stærra núna, sem maður sem hefur hugsað um mjólkurkvóta upp á síðkastið álíka mikið og hann hugsaði um þorskkvóta áður að í Japan yrði maður bara að gera það sem Japaninn vill að maður gerir. Því er ég í 8 fögum í skólanum núna sem gefast misvel. Ég sá annars að Davíð Þorláksson kom fram með skemmtilegt sjónarhorn á samspil fiskistofna og þingmanna Frjálslyndaflokksins.