þriðjudagur, desember 22, 2009

bætiflákaburður

Það er erfitt að halda því fram með réttu að ekkert sé að frétta, ef litið er yfir heilt ár. Dags daglega er e.t.v. ekki mikið á skránni utan þess sem má flokka undir fastaliði eins og venjulega. Í tvígang var tekið á móti gestum að utan, fengu gestirnir nasasjón af landinu, fórum í Möðrudal á fjöllum gagngert til að smakka sláturtertuna, en tókst það í hvorugt skiptið.
Flutt var úr dásamlegu 105 ára gömlu húsi við Skógargötu í framúrstefnulega blokkaríbúð í september.
Ég hefði ábyggilega getað blásið meira út af koltvísýrlingi með enn meiri ferðalögum, fór til dæmis ekki í nógu margar heimsóknir til vina og ættingja, sem hefðu leitt til meiri útblásturs.

Flokkar: