föstudagur, júlí 23, 2004

Tsukiji - 4.sinn

Fiskmarkaðurinn, taka 4. Sá loksins uppboð á einhverju öðru en túnfiski, en túnfiskur sem við gengum fram á var nokkru dýrari en rækjan sem við sáum boðna upp. Andvirði Túnfisksins að loknu uppboðinu var nam verðmæti 21 mánaðarleigu á venjulegri kytru á leigumarkaðinum í Tókýó. Ég vona að þeim sem smökkuðu hafi líkað bragðið. Eftir Sushi át og fiski súpu í morgunverð fór ég á ráðstefnuna.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Kosið

Einu auglýsingarnar sem ég varð var við varðandi þingkosningarnar í sjónvarpi voru auglýsingar þar sem kjósendur voru hvattir til að mæta á kjörstað. Úr því að það voru þingkosningar hér fannst mér við hæfi að athuga hvort að það væri eitthvað varið í það að sitja á japönsku þingi. Byggingin er myndarleg og var hennar sem og ráðuneytisbyggingunum vel gætt af lögreglumönnum sem höfðu einhver afskipti af óskilgreindum stuttbuxnastrák sem var þar á vappi.

laugardagur, júlí 10, 2004

rólegur

Hélt að mestu kyrru fyrir kíkti þó á matarmenninguna í Ebisu. Braut þar odd á oflæti mínu og spurði heima mann um samband Japans og BandalagsGoðorðanna á Vínlandi. Sá gagnrýndi kerfið með þeim orðum að menn í stjórnkerfum beggja landa þyrftu að tala saman, svo Japanir gætu fengið nautakjöt sem þeim þætti boðlegt. Ég bauð upp á að Íslenskt lambakjöt kæmi í staðinn fyrir nautakjöt. Þá var mér svarað þannig að lambakjöt væri ekki borðað í Japan, það væri kannski borðað á Hokkaido, en ekki í Japan.

mánudagur, júlí 05, 2004

Gómsætt

Gómsætt góðgæti var á boðstólunum í Komaba í dag, þar sem ýmsir nemendur sáu um að elda ofan í aðra íbúa vistarinnar, gesti þeirra og aðra þá sem runnu á lyktina. Go kom og fékk sér bita.