miðvikudagur, maí 31, 2006

vangaveltur

Einhverju sinni fyrir ekki svo mörgum misserum hóf ég að hripa niður handa hófskennt hina og þessa hugrenninga, þá strax tók ég fram einhverja anmarka ellegar stórtíðindi sem mér þóttu eftirtektarverð í um fjöllun fjölmiðlanna. Nú frá og með deginum í dag færi mér tæknina í nyt og einblíni á frétta tengda umfjöllun á smásíðunniArnljótur.blaðrar.is. Þar verða fréttir sem matreiddar eru af morgunblaðsmönnum út pældar eða spældar.

Orðlaus

Ekker er hægt að að segja að helgin, kosninga helgin hafi gengið rólega fyrir sig. Eldsvoði um borð í Akureyrinni og svo jarskjálfti á Jövu. Minn hugur er hjá þeim sem eiga um sárt að binda á hvorum stað fyrir sig. Hvorki hef ég fengið fréttir af því að þeir sem ég þekki hafi skaðast né sloppið.

mánudagur, maí 22, 2006

danskar endurminningar

Ævisagan skemmir núlifandi persónur. Það er í það minnsta haft fyrir Færeyingum að svo sé, þegar síðasti varnarmálaráðherra Krag er inntur álits.

sunnudagur, maí 14, 2006

Ströngum fundi lokið

Þá er maður kominn heim af ströngum aðalfundi Félags Íslendinga í Japan. Þetta var sá þriðji í röðinni og sá mest spennandi. Var krefjandi umræða og gagnrýnin um starfsemi félagsin á liðnu starfsári. fundargestir skoðu ársreikning félagsins gaumgæfilega. Árangur af efnahagsaðgerðum gjaldkerans sáust glöggt þó markmiðið væri enn utan seilingar. Þegar að stjórnarkjörinu kom átti sér stað bylting þó lítil merki um flokkadrætti sæjust. Enginn með reynslu af stjórnarsetu í félaginu eftir endurreisn situr nú í stjórninni. Já það var kjörin glæný stjórn í félaginu.

Að fundi loknum var að vísu ekki farið á Tori ichi en hinsvegar smökkuðu menn og konur steikur.

miðvikudagur, maí 10, 2006

rofar til

Nú er spurning hvort ekki fari að rofa aðeins til í samskiptum og kanji skrifum. Menn þurfa jú að jafna sig á sögulegum ágreiningi.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Ekki bara Íslendingar

Það eru ekki bara sumir Íslendingar sem hafa furðað sig á forsætisráðherra sínum. Hinn Ungi breski íhaldssami þingamaður Daníel Hannan hefur talað hann skilur Hornfirðinginn greinilega ílla. Hvað skyldi Magnús Geir segja Halldóri Ásgrímssyni nú til varna?

Maður dagsins

Arthur Bogason er án nokkurs efa Maður dagsins, á og ef út í það er farið sennilega maður vikunnar líka, við sjáum til með mánuðinn aðeins seinna. Arthur hefur ólíkt mér framkvæmt það sem ég hef látið mér detta í hug, hinsvegar þótti mér sem ég hefði alls kostar ekki neitt umboð til þess sem nú hefur verið rætt um vestan hafs. Annars frétti ég af því að nokkrir góðir hefðu spjallað í Færeyjum um daginn. Bara burgðið sér af bæ og farið til Færeyja að mér forspurðum. Þannig að ég hef engar nýjar fregnir af Óla.

Öllu öðru fremur vil ég votta þeim bræðrum Bergi og Friðmundi og systkinum þeirra og Líneyju móður þeirra samúð mína við fráfall Guðmundar föður þeirra systkinanna.