þriðjudagur, maí 09, 2006

Maður dagsins

Arthur Bogason er án nokkurs efa Maður dagsins, á og ef út í það er farið sennilega maður vikunnar líka, við sjáum til með mánuðinn aðeins seinna. Arthur hefur ólíkt mér framkvæmt það sem ég hef látið mér detta í hug, hinsvegar þótti mér sem ég hefði alls kostar ekki neitt umboð til þess sem nú hefur verið rætt um vestan hafs. Annars frétti ég af því að nokkrir góðir hefðu spjallað í Færeyjum um daginn. Bara burgðið sér af bæ og farið til Færeyja að mér forspurðum. Þannig að ég hef engar nýjar fregnir af Óla.

Öllu öðru fremur vil ég votta þeim bræðrum Bergi og Friðmundi og systkinum þeirra og Líneyju móður þeirra samúð mína við fráfall Guðmundar föður þeirra systkinanna.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home