fimmtudagur, desember 15, 2005

of þykkar ermar

það var loksins þá ég kom mér til að klæða mig efnis meiri fötum en fram að þessu að ég tók að svitna á nýjanleik. Því leitaði ég uppi stakk sem ég klæddist síðast í febrúar, og mun hann nú hlýja mér meðan ég geng utandyra en ég mun skarta stuttermabol innan húss enda ekki líft í fatnaði sem hæfir íslenskum aðstæðum í 28°C hita. Annars er jólasendingin komin til byggða. Og það þriðja er að mér var boðið á tónleika kl. hálf sjö í gær, ég komst því miður ekkii út úr húsi fyrr en klukkan var farin að ganga í tíu.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home