sunnudagur, desember 11, 2005

Staksteinar

Á sunnudegi sem þessum, þá er gott að líta í sunnudagsblað Morgunblaðsins. Þá sá ég Staksteina sem eru nokkuð kersknir að þessu sinni. Þar segir m.ö.ö.

Það er að sjálfsögðu mikilvægt að rétt sé að málum staðið. Þýðing þess er svo augljós, að ekki þarf um að deila.

Hitt kemur á óvart, að álitamálin um það, hvernig standa skuli að meðferð máls skuli vera svo mörg að umræður um álitamálin skuli nú hafa staðið yfir í bráðum fjóra mánuði.

Eru réttarfarsreglur á Íslandi svona ófullkomnar eða takmarkaðar?

Er svo lítið af málum, sem koma fyrir dómstóla hér, að það hafi ekki fyrir löngu verið skorið úr þessum álitamálum?

Er lagaþekking þeirra, sem við sögu koma svo gloppótt, að þeim verði aftur og aftur á mistök?

Er þetta niðurstaðan af kennslu hinna merku lögvísindamanna við lagadeild Háskóla Íslands?!
Annars er því haldið fram að það hausti snemma í Tókýó þetta árið þar sem ykkar einlægur var kominn í síðbuxur 2. nóvember og strigaskó þann 20. sama mánaðar. Hinsvegar dugir stuttermabolurinn enn.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home