laugardagur, ágúst 27, 2005

kosningar

Ellefta september verður kosið. Koizumi vill bara tala um einkavæðingu Póstþjónustunnar, Okada vill tala um það að nú sé lag að breyta til við stjórn landsins og íjar að ellilífeyrismálum. Annars virðist sem Koizumi sé við það að lánast ætlunar verk sitt að stjórna umræðunni, gorkúluflokkarnir, Fólksins Nýji Flokkur sem Watanuki leiðir og Flokkur Japans sem Naganoborgarstjórinn Tanaka leiðir, ná smá athygli, enda yfirgáfu þeir sem þessa flokka skipa fley frjálsra demókrata. Koizumi teflir fram í Hiroshima unga kaupsýslumanninum Horie gegn Kamei einum af reyndari þingmönnum og fyrrum áhrifa manni í flokki Koizumi, Frjálsa Demókrataflokknum. Kamei er nú í Fólksins Nýja Flokki. Umræðan um innanflokks átök frjálsra demókrata virðist gagnast Koizumi, því innan flokksátökin fá mun meiri umfjöllun en ágreinings efnið, einkavæðing póst þjónustunnar, þar á eftir fylgja þau baráttumál sem Okada og Demókratarnir seta fram sem og Kommúnistinn Shi og jafnaðarkonan Fukushima. Búddistarnir með Takenori í broddi fylkingar í Nýja hreina ríkistjórnarflokknum fylgir Koizumi að málum enda hefur hann stutt ríkisstjórnina. Þó hefur fólk orðið vart við hugmyndir um að Búddistarnir og Demókratarnir geti unnið saman ef Koizumi nýtur ekki almennrar lýðhylli í kosningunum. Fyrrum ráðherra póstmála Yashiro býður sig fram utan flokka. 75% segjast ætla að kjósa.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home