miðvikudagur, ágúst 24, 2005

ágústdagar

Ég var á gangi um Shibuya og heyrði þá tóna sem ég kannaðist við og viti menn ég leit inn á staðinn obi og varð þeirrar ánægju aðnjótandi að upplifa lokatónleika TZMP í Tókýó í þessari törn. Þá og þegar kvaddi maður höfuðpaurinn. Ekki leið á löngu uns annar frónari flýði í kjölfar hans. Í milli tíðinni horfði ég á flugelda handan Fujisjónvarpsstöðvarinnar speglast í byggingu ríkisútvarpsins. Her veit nema að framtíð RÚV verði svipuð hjá Páli. Þar áður fór ég til Hiroshima hvar mér fannst viðeigandi að minnast þess gamla. Annars ganga fellibyljir hér yfir og svo er alltaf einhver hristingur, en ég hef enn sem komið er náð að halda mér uppréttum.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home