þriðjudagur, apríl 05, 2005

ár

Þá er maður búinn að þvælast hérna í eitt ár. Ýmislegt hefur borið fyrir augu manns. Dvölin hefur verið góð. Nú er sólin farin að skína og Sakura springur út. Maður skoðar slíkt sennilega betur um helgina. Vissulega gerði maður sér miklar vonir áður en hingað var komið. Auðvita varð ekki allt að veruleika en það hefur ræst, að mínu mati ljómandi vel úr þessu. Margt sem kom mér skemmtilega á óvart og sennilega á margt fleira eftir að koma mér betur á óvart þegar fram í sækir þegar maður, ef Guð og góðar vættir lofa og leyfa, öðlast meiri skilning á öllu hafaríinu hér.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home