þriðjudagur, janúar 04, 2005

Nýárið

Sá gamli vill fara að fá mig í heimsókn á Klakann, enda Dóri í Kína og Davíð í hressingardvöl erlendis. Hinsvegar ætlar hann ekki að telja niður í heimkomu mína vegna þess að dagarnir eru svo margir og það er auðvelt að ruglast í niðurtalningu daganna ef dagarnir eru of margir. Nepal var annars alveg frábært, Indland ekki síðra en svo gengur í Tókýó einhverskonar irðarkvef sem er bara fyndið að maður fái steinsmugu í Tókýó en ekki á Indlandi. Hinsvegar voru nepalskir fjölmiðlar meira spentir fyrir fjöldagöngu með friði en fréttum af hamförum í Indlandi og annarstaðar við Indlandshaf. Það voru rétt um 100.000 manns sem þrömmuðu um Kathmandu og töfðu umferð til að mótmæla hryðjum Maóista sem loka vegum og skerða þar með lífskjör enda samgöngur öllu fólki nauðsynlegar. Nýárið gékk í garð níu þúsund fetum fyrir ofan þá sem reyndu að fagna nýjuári á austanverðu Indlandi. Ég tók myndir hvorttveggja á Indlandi og í Nepal.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home