þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Nóvember næstum allur

Hætti ekki að þvælast þó ósnortnum áfangastöðum fækki. maður er ekki fyrr kominn til baka frá Kanasawa að maður leggur á ráðin um næstu ferð. Kristni og sannkristnum siðum er varla svo nokkru nemi til að dreifa hér. Hygg ég því á að leita til fjalla til að finna jóla andann. Meira um það síðar. Kanasawa var lágreistur bær með mikilenglegum matvælum og fallegum skrúðgarði, enda tók ekki nema um tvær aldir að fullgera garðinn - frægan.
Leit í heimsókn til fyrirtækis sem áður var söluskrifstofa sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna en er Íslenskt í Japan í dag.
Fer ekki svangur í háttinn...

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home