laugardagur, mars 26, 2005

Það var aldrei...

að maður skrippi ekki til hinnar fornu höfuðborgar kastala og hofum prídda, Kyoto. Sagan markaði hvert fótmál. Þangað var haldið í hópi góðra vina og ágætis kunningja og enn betri félagi bættist síðar í hópinn. Þar sem tækni tól mitt sem fjárfest var í á síðasta ári varð óviljandi fyrir nokkru hnjaski er með öllu ógerlegt að segja fyrir um hvenær svipmyndum þessarar borgar verður skellt fram á sjónarsviðið. Gull hof og silfur hof, sem er kallað silfurhof á ferðamennskulegum forsendum, annars strætis kastalinn og sexhyrndahofið var brot af því sem barið var augum í góðri heimsókn á góðan stað.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home