þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Talningunni lokið

Þá er komið að þessum kosningum þeirra Dana, sem feta í fótspor Íraka í átt að lýðræði, er ekki svo, kusu Írakar ekki á undan þessum Dönum?
Svo er Atli Dam allur og það rétt áður en Færeyingar kjósa. Hef ekki heyrt í Jógvani við þessi tíðindi, hef því ekkert sérstakt fram að færa enda mun meiri samgangur milli Jógvans og Atla en mín og Atla Dam. Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum í Færeyjum eftir innan-flokks-vopnahlé Högna og Tóbjörns í Tjóðveldisflokknum. En Tóbjörn leysti Högna af á meðan Högni var í Landsstjórninni og eftir að þeim tókst í sameiningu að sprengja Færeyskustjórnina haustið 2003 og koma sjálfum sér út í horn hefur Tórbjörn beint spjótum sínum að Högna eftir að hafa hagað sér eins og Níðhöggur þegar Anfinn og Fólkaflokkurinn var annarsvegar.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home