þriðjudagur, október 04, 2005

smáaletrið

Hér eru hjón, frúin lauk meistaragráðu í arkítektúr fyrir nokkrum árum, þá fór hún til sín heimalands og undu þau glöð við sitt. Á þessu ári bauðs henni að koma aftur og vinna verkefni við sama skóla undir handleiðslu sama prófessors og studdi hana í gegnum meistaranámið. Fékk hún drjúgan styrk sem dugði þeim báðum til upphalds hér. Innra með sér átti hún draum um að skreyta sig með doktors nafnbót og eygði möguleika á slíku. En þar sem japönsku kunnátta hennar er ekki nægjanleg til að blekkja innfædda þá urðu henni á smá mistök, um stundarsakir óttaðist hún að vera rekin úr landi og krafin um endurgreiðslu á þeim styrk er hún hefur þegið frá liðnu voru. En betur fór en á horfðist. Þó Doktorsnafnbótin bíði enn um sinn.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home