laugardagur, ágúst 27, 2005

kosningar

Ellefta september verður kosið. Koizumi vill bara tala um einkavæðingu Póstþjónustunnar, Okada vill tala um það að nú sé lag að breyta til við stjórn landsins og íjar að ellilífeyrismálum. Annars virðist sem Koizumi sé við það að lánast ætlunar verk sitt að stjórna umræðunni, gorkúluflokkarnir, Fólksins Nýji Flokkur sem Watanuki leiðir og Flokkur Japans sem Naganoborgarstjórinn Tanaka leiðir, ná smá athygli, enda yfirgáfu þeir sem þessa flokka skipa fley frjálsra demókrata. Koizumi teflir fram í Hiroshima unga kaupsýslumanninum Horie gegn Kamei einum af reyndari þingmönnum og fyrrum áhrifa manni í flokki Koizumi, Frjálsa Demókrataflokknum. Kamei er nú í Fólksins Nýja Flokki. Umræðan um innanflokks átök frjálsra demókrata virðist gagnast Koizumi, því innan flokksátökin fá mun meiri umfjöllun en ágreinings efnið, einkavæðing póst þjónustunnar, þar á eftir fylgja þau baráttumál sem Okada og Demókratarnir seta fram sem og Kommúnistinn Shi og jafnaðarkonan Fukushima. Búddistarnir með Takenori í broddi fylkingar í Nýja hreina ríkistjórnarflokknum fylgir Koizumi að málum enda hefur hann stutt ríkisstjórnina. Þó hefur fólk orðið vart við hugmyndir um að Búddistarnir og Demókratarnir geti unnið saman ef Koizumi nýtur ekki almennrar lýðhylli í kosningunum. Fyrrum ráðherra póstmála Yashiro býður sig fram utan flokka. 75% segjast ætla að kjósa.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

ágústdagar

Ég var á gangi um Shibuya og heyrði þá tóna sem ég kannaðist við og viti menn ég leit inn á staðinn obi og varð þeirrar ánægju aðnjótandi að upplifa lokatónleika TZMP í Tókýó í þessari törn. Þá og þegar kvaddi maður höfuðpaurinn. Ekki leið á löngu uns annar frónari flýði í kjölfar hans. Í milli tíðinni horfði ég á flugelda handan Fujisjónvarpsstöðvarinnar speglast í byggingu ríkisútvarpsins. Her veit nema að framtíð RÚV verði svipuð hjá Páli. Þar áður fór ég til Hiroshima hvar mér fannst viðeigandi að minnast þess gamla. Annars ganga fellibyljir hér yfir og svo er alltaf einhver hristingur, en ég hef enn sem komið er náð að halda mér uppréttum.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Tommi

Annar Finnanna, hér á bæ, fann sig tilneyddann til að fara aftur heim-2004. að því tilefni var hann kvaddur hjá bleiku kúnni á afmæisdegi hins Finnans. Að því loknu stóðst ég skynmat, að vísu í skjóli nætur á skuggsælum stað, þó ekki hafi mín verið neytt samstundis.