föstudagur, desember 22, 2006

Leiðin

Víða liggja leiðir...

Venus villtist yfir háhýsi
veglaus í mengun nútímans,
kíma kunna himintungl
að kvennaleit ungmenna.
Þorsta þekkja
þessir skuggabúar.

Þráhyggðri tilveru þykir
þess almáttuga blessun góð,
sú sjálfsfórn
sem, einatt allslaus,
sýnir sérhverjum
í annað skjól.

Við drukknun dreng þykir
dælt ástar að minnast,
hlýju hrausts vöðva
heilagrar elsku,
hafi um sjálfan hugsað
hans kæra snót.

Brautarteinum beinum hjá
brösuðu í kyrrðinni.
Skrifað gat þá skipulag
í skaut og gefið,
er fjölmenni var fjarri,
Feikn og býsn allskonar.

Fjallagrösin fögur
fyrir vitum ilma,
líka kunna litlum
laglegir hlutir að spilla.
Eitt sinn gefnir gripir,
ganga stundum aftur.

Gantast má í grósku tíð
gangstéttar hellu á.
Þar þykir gott að vera
þessari elsku með.
Aðrir staðir ekki
unaðinn fanga.

Hreinhjartaður hópur
hinna snauðu,
trega tárum væta
trygglinda hvarma,
er elskendur morgunvatn
einungis að skilnaði drekka.

Leiddi þó gegnum þvögu,
þá sem elskar og kætir,
sterk hönd styrktist
sem stólað var á.
Vildi vera saman,
vissulega þráði.

Auka mátti á leti,
áningarstaðnum hjá,
af fremsta fræddu megni.
fyrir einn,
yndis gleði, unað veitir.
Ekkert við það jafna má

Ungmenni í einsemd
ætíð, í háhýsis skugga, veit
þó þrá eftir konu
þjaki með söknuði,
Venus víst brosir
villtur í menguninni.

Máttugur meistari
misskilningi beitir.
Vopn ógna víst, og skelfa.
En vinarlegar, fyrir sálir,
einatt að endingu
ekkert fer illa.