laugardagur, september 29, 2007

afsökun

Hafi maður skemmt sér of mikið eða ónáðað einhvern með ærslalátum sínum, framkomu, gjörðum eða tilvist er gott að kunna hvernig réttast er að biðjast afsökunar.

í samkvæmið

Nú þegar margir hafa lokið vinnuskyldu vikunnar taka ýmsir sér helgarfrí. Nokkrir munu jafnvel skemmta sér í hóp með félögum sínum. Þar sem hver og einn skyldi í upphafi endinn skoða er gott að vera viss um hvernig réttast er að hnýta enda hnútinn á sérhvert velheppnað samkvæmi.

föstudagur, september 28, 2007

sumri hallar

Nú þegar fleiri og fleiri fjallahnjúkar skrýðast mjalla hvítum húfum bera sumir saman bækur sínar um hvað hafi á daga manns drifið í sumarfríinu. Þó myndskeiðið sýni japanskt sumarfrí, þá er það nokkuð lengra en það frí sem ég fékk í fyrra sumar.