þriðjudagur, maí 04, 2004

Aichi

Shinkansen - Ég rétt náði að telja níu jarðgöng á fyrstu 15 mínútunum, þ.e. áður en lestin nam staðar í fyrsta skipti. Ég þurfti að hafa mig allan við að telja og ruglaðist mjög fljótlega þegar ég þurfti að svara gæslu manninum og sýna honum miðann minn fórum við sennilega í gegnum tvenn jarðgöng. Kyooko tók á móti mér og dreif mig með sér í stórmarkaðinn til að kaupa inn það sem mig langaði í fyrir veislu kvöldsins hjá nágrönnunum. Þar sem aðalrétturinn var innbökuð kjúklingahræra að kínverskri fyrirmynd kaus ég hráan fisk. Tefldi við dreng með blátt nafn, son gestgjafanna. Mjög sérstök lífsreynsla að reyna að útskýra mannganginn á ensku fyrir feðgum sem hvorugur tefldi og töluðu ekkert of mikla ensku.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home