sunnudagur, apríl 25, 2004

Izakaya

Slæptist fram eftir degi, við vorum tveir sem fórum út að borða og talan sem kom upp á skjáinn var 181.340. Yen. Mér fannst það ekki vera alveg sama fjárhæð og tilgreind var á reikningnum sem ég hélt á og benti á þá tölu rétt um, 5.000 Yen, Afgreiðsludaman roðnaði og reyndi sennilega að biðja mig afsökunar, ítrekað eftir að hafa fórnað höndum. Það hlýtur að hafa verið mikið fjör hjá þeim sem átu fyrir 180þúsund Yen. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort sú máltíð hafi mett þann hóp fólks.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home