sunnudagur, apríl 18, 2004

verzlun

Vaknaði tiltölulega snemma og fór í slagtogi með William, áströlskum lækni þeim sama og sýndi mér japanska veitingastaðinn í gær, í verslunarleiðangur. Fann meðal annars penna sem er minni en vísi fingur svo maður noti samanburðarfræði að hætti Jónasar Helgasonar. Svo er stöðupróf í japöksunni í fyrramálið. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því. Með Japönsku og yfirferðar hraða og námsefni virðist einhver veira vera í kerfinu við flokkun á Íslendingum sbr. reynslu hans Bjarna.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home