fimmtudagur, apríl 08, 2004

samband?

Ég er hræddur um að ég sé að verða háður yfirfullum lestum, fer jafnvel lengir leiðir en nauðsynlegt er, bara vegna þess að nýjabrumið er svo mikið. Þó stóð ég ekki allan daginn í lest. Heldur fórnaði ég staðfestingu á því að ég væri útlendingur búsettur á þessum nemenda garði fyrir þá tálsýn að komast í almennilegt samband við umheiminn. greiddi rétt um 69 aura út í hönd fyrir fjarskipta tólið sem ég veit enn ekki hvernig virkar. Svo bauð Bjarni mig velkominn, það stefnir í svaka samkomu á laugardaginn. Bætti við fleiri munum í búið, en það er ekki búsældarlegt enn.

Links to this post:

Create a Link

<< Home