sunnudagur, apríl 11, 2004

"allt að gerast"

Endasendist nærri því milli austur og vestur hluta Tókyo í gær ferðalag sem spannaði allt frá Chiba til Stínu. Ég átti fullt í fangi með að grípa gómsæta réttina af færibandinu. Mér skildist að hart nær fimmtungur Íslendinganna hér hafi verið samankomnir þarna. Það er spurning hvað margir Færeyingar eru í Tokyo. Sem minnir mig á það að Tælendingurinn Off sem vinnur á rannsóknastofu prófessors Tanaka var miklu ánægðari að hitta mig þegar hann vissi hve "margir " Íslendingar væru. Eftir stórskemmtilega kvöldstund hjá Stínu og Tue, héldu ofurhugarnir út í nóttina með næst síðustu lest. Þar fékk maður smjörþefinn af því hvað maður getur reynt vilji maður. Afar sérstakt. Svo er maður nú orðinn gjaldgengur í Sjúkrasamlaginu hérna og þá er bara næst að sauma fyrir kjaftinn á málglöðum skónum mínum.

Links to this post:

Create a Link

<< Home