laugardagur, apríl 10, 2004

afslöppun

Eftir fróðlegan fund með prófessor Tanaka þar sem hann kynnti mig m.a. fyrir nemunum Masters og Doktors sem stunda rannsóknir á rannsóknastofu hans og við spjölluðum í rólegheitum um framhaldið, héldum við öll út að borða. Við fyrstu sýn virtist rannsóknastofan rúmgóð og vel tækjum búin. Prófessor Tanaka býður upp á afslappað umhverfi. Svei mér þá ef reynslan úr roðinu eigi ekki eftir að nýtast mér. Við ræddum nefnilega nokkuð um draumsýnina góðu.
Í dag er dagskráin lausari við formsatriði, páskakvöldverður hjá Kristínu og Tue.

Links to this post:

Create a Link

<< Home