miðvikudagur, apríl 14, 2004

lóðrétt regn

Hann hékk þurr fram yfir hádegi. En þá sat ég opnunarhátíð japönsku kennslunnar. Þegar ég kom heim úr skólanum byrjaði að rigna. Svo gekk ég frá samgöngumálunum, kominn með lestarpassa eftir að ég teiknaði heimilisfangið á þar tilgert eyðublað. Svei mér þá ef ég er ekki farinn að læra á símann. Mér hefur verið svarað og ég hef svarað þannig að það er allt á réttri leið. Ég var á tímabili að velta því fyrir mér að kaupa mér yfirhöfn eða regnhlíf en það á eftir að skýrast. Svaraði spurningu í könnun sem snérist um það hvort ég hefði farið með flugi eða með Norrænu á Ólafsvöku.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home