laugardagur, apríl 17, 2004

endurfundur

Japanskan eykst og eykst og flækist jafnvel líka. Fyrsta stöðuprófið verður lagt fyrir á mánudaginn. Þá getur maður reynt að æfa sig um helgina. Fór á fund gamals vinar sem ég ef ekki séð í nokkur ár, vinar frá Danmerkur dögunum. Það var gaman. Ýmislegt bar þar á góma eins og til að mynda munurinn á því að sofa í lest eða um borð í ferju. Að gefnu tilefni verð ég að játa það að hér eru hávaxnari menn en ég þó þó hlutfallslega séu þeir færri en heima, í það minnsta samkvæmt fyrstu tölum úr Meguro-ku.

Links to this post:

Create a Link

<< Home