fimmtudagur, apríl 15, 2004

Teflon

Það hlaut að koma að því að maður stæði á gati hér austur frá. Fróðlegt að sitja í 15 manna bekk þar sem tungumálið sem kennt og tungumálið sem notað var til skýringa var hvorugt móðurmál nokkurs nemanda. Meðal námsefnis dagsins vöru tölurnar, almenn kurteisi -fyrir byrjendur-, sjálfsbjargarviðleitni í verslunum og á veitingahúsum og þegar þar var komið sögu glutraði ég þræðinum úr höndum mér. Það kemur vonandi ekki að sök, ég finn hann vonandi fljótt aftur. Fór því næst á sýningu sem var áhugaverð en ég staulaðist um sem ég væri blindur því ég bar tæpast skyn á nokkurn hlut á sýningunni utan örfárra fyrirtækjaheita.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home