þriðjudagur, apríl 20, 2004

þvælingur

Dagurinn gekk fremur stórslysalaust fyrir sig, reyndi að læra japönsku og ráfaði svo um nágrennið og fann annan stað sem sérhæfir sig í framreiðslu hvalkjöts. Þar lenti ég í samræðum við sigldan mann sem hefur komið til Hammerfest. Sagði hann hvalkjöt vera í mestu uppáhaldi hjá sér. Staðurinn bar nafn fiðrildis og er enn nær bústað mínum en sá sem ég fór á í gær.

Links to this post:

Create a Link

<< Home