mánudagur, apríl 19, 2004

Hvalur hf.

Á leiðinni heim úr skólanum kíkti ég á sérstæðan veitingastað hvar einungis var boðið upp á hvalkjöt. í dyragættinni mættu mér tveir alvöruþrungnir þjónar og tilkynntu mér að einungis hvalkjöt stæði gestum til boða. Ég lét það ekki aftra mér heldur gæddi mér á góðum bita. Eitthvað held ég að Kristján Loftsson þurfi að taka sig á í markaðsmálunum því ég hef séð meiri traffík í Essóskálanum á Hólmavík.

Links to this post:

Create a Link

<< Home