mánudagur, maí 31, 2004

reynt að ná sér

Vansvefta vegna varnarleysis íslenska liðsins hélt ég kófsveittur í skólann í dag. Ég tók ekki áhættuna á að sofa við opinn ískáp í nótt. Mér þótti nóg að reyna það meðan beðið var eftir að sólin settist í gær. Það var góð stemmning á meðal Íslendinga í Japan í gær, sérstaklega þegar okkur lánaðist að skora fyrsta markið. Kannski var þetta eins og með Hallgrím Pétursson forðum, mesta ánægjan var e.t.v. fengin í því að býsnast hressilega á íslensku á hinu og þessu. Jafnvel þó að við séum einhverjum klukkutímum á undan flestum í Evrópu dugði ekki að senda hugskeyti til leikmanna íslenska liðsins. Ég kveikti þó á loftræstingunni í dag þegar hitinn fór upp fyrir 30°C í herberginu.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home