fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Vinur Dóra

Nú í dag á höfðinginn Halldór Blöndal afmæli, Ég vona að Halldór sé hress í dag sem aðra daga. Í tilefni dagsins vil ég skrifa eins og við Varðarmenn sungum í Sjallanum á Akureyri aðfaranótt 1. janúar 1996 í kjölfar áhorfs okkar - sitt í hvorulagi - á "fastan lið eins og venjulega":

"Já þetta er einmitt það sem ég vil, enn annað kjörtíma bil!"

Málefnanlegt fólk, hvar í flokki sem það stendur sér skilur og veit að enginn kýs einvörðungu vegna búsetu, eða einvörungu vegna kynferðis, eða einvörðungu vegna aldurs, - aukin heldur er Eivör Pálsdóttir ekki kjörgeng, - heldur kjósa menn og konur og þó einkum málefnalegir menn og málefnalegar konur á grunni verka og vilja til frekari verka.

Halldór stýrði Þingfundum með sóma, kannski finnst einhverju sem skugga hafi borið þar á þegar Helgi Hjörvar gekk út við þau orð Dóra að Ólafur Ragnar væri ekki Guð og hefði ekki guðlegt vald. Síðan hefur Halldór stýrt utanríkisnefnd Alþingis og á sama tíma er samið við Kína um samningaviðræður, sendiráð opnað í fjölmennasta lýðræðisríki heims, og æskuhugsjónir hans komast í verk á öðru sviði málaflokksins, þá hefur Hoyvíkur samningurinn verið fullgiltur, vestnorræn samvinna blómstrar og så videre...

Betra er að hafa færan veg en engan. Þegar allir hafa aðgang að færum vegi flyst áherslan á örugga vegi. Ekki gengur að gera allt í einu, það myndi hafa of mikil ruðningsáhrif Við vitum báðir að fyrst ber að tengja saman byggðirnar með færum vegum, því næst getum við bætt öryggi veganna. Íslendingar munu aka á öruggum vegum þegar fram í sækir.

Frá því að Halldór opnaði vefinn okkar Íslending, hefur kappinn verið iðnastur kjörinna fulltrúa flokksins í kjördæminu við útvegun efnis og skrif á vefinn, með því sannar Dóri svo sannarlega hve hress hugur hans er.

Halldór fer létt með það að stýra hinu góða sjálfstæðisfólki, konum og körlum, nýjum og reyndum, ungum og öldnum, sem vill bjóða sig fram fyrir okkur- sjálfstæðisfólk vill bjóða sig fram -, og er ekki bundið við önnur störf, til sigurs rétt eins og hann hefur áður gert.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home