föstudagur, júní 16, 2006

Loftstýring

Á rannsóknastofunni var kveikt á loftstýringunni í morgun til að þurka loftið. En fyrir utan gluggann var helt hressilega úr fötu í gærkvöldi og í morgun.

Að öðru

Nú er rætt um skatta og skattalækkanir, sem fyrr. Það er góð umræða og skemmtileg. mun skemmtilegri en ef rætt væri um skattahækkanir. Geir forsætisráðherra var skörulegur þjóðarleiðtogi þegar hann kvað upp úr um það að þjóðin yrði ekki klofin í tvennt með tveimur skattþrepum. Það er vel. Segjum sem svo að Geir fái því framgengt að landsmönnum verði unt þess að halda meiru eftir af sínu sjálfsafla fé eins og fyrir heit hafa verið gefin um, enda eru engar forsendur til að ætla annað. Nú gæti nýji forsætisráðherrann okkar farið vel af stað, sætt sjónar mið. Heitið því aðskattar lækki og persónuafsláttur hækki. Hvort tveggja. Jú frekur vill meira kan einhver að segja. En þetta er hægt. Hins vegar er ljóst að með svona aðgerðum fá ekki allir allt sem þeir vilja, en allir gætu fengið eitthvað. Þannig mætti slá vopn úr höndum stjórnar andstöðunnar. Skattahlutfallið verði lækkað um 1 prósentu stig í stað tveggja en að sama skapi yrði persónu afslátturinn hækkaður sem næmi helmingi þess sem krafist hefur verið.

Góð geðheilsa Íslendinga er mikils virði því mætti fresta fjöltækni sjúkrahúsinu rétt eins og Fjallabyggðagöngunum var frestað á sínum tíma.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home