mánudagur, ágúst 28, 2006

Með bauga undir augum í leit að bláberjahimni

Í dag hefur mest allt verið á skjön við það sem gengur og gerist. Í skemmstu máli gékk allt á afturfótunum. Þó klóraði ég mig út úr því flestu en verð þó sennilega að bíða í tvo til þrjá daga með að sjá hvort ég hafi yfir höfuð fengið einhverju áorkað.

Annað er það sem fékk mig til að broasa út í annað, það er misheyrn dagsins í dag. Ég gat ekki annað en kímt við þó ég væri með bauga undir augum er nemi söng með lagi í útvarpinu um bláberjahiminn í stað fullkomins himins. Vissulega var Lúsí nokkur í demantshimni og sama hljósveit söng um jarðaberjaakra en bláberjahiminn er eitthvað nýtt.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home