miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Pabbi flutti

Þá hefur hetjan hann faðir minn fengið samastað með aðhlynningu - sem er vel. Það er ekki verra en svo að það er sjálf gyðja lækinga í norrænni goðafræði sem hlúir nú að honum. Þó ég hafi ekki haldið í höndina á kappanum þá er þetta engu að síður merkilegur dagur fyrir okkur báða. Ég vona að honum líði vel. Einnig óska ég þess að hann láti ekki gamlar grillur vaxa svo að hann njóti ekki dvalarinnar. Þar sem hann býr nú ekki lengur við nettengingu inni á svefniherberginu sínu, þá dregur mikið úr ritræpunni hér.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home